Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara tryggði sér sæti á Heimsleikunum í crossfit – Sigraði sinn riðil örugglega

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tryggði sér sæti á Heimsleikunum í crossfit, sem fram fara í sumar, en hún sigraði undankeppni fyrir Heimaleikana nú í kvöld.

Ragnheiður Sara nældi sér í 565 stig eða 55 fleiri stig en Kristi Eramo, sem lenti í öðru sæti. Ragnheiður Sara sigraði í þremur greinum, lenti í þriðja sæti í tveimur og fjórða sæti í einni grein. Ragnheiður Sara hefur farið í gegnum Evrópuriðilinn undanfarin ár, á leið sinni á Heimsleikana, og vann hann meðal annars undanfarin tvö ár. Nú er hún hins vegar flutt til Bandaríkjanna og fer nú í gegnum einn af sjö undanriðlunum í Bandaríkjunum.