Nýjast á Local Suðurnes

Reynir Leós: “Keflavík ætti að geta farið blindandi upp um deild”

Reynir Leósson, þjálfari HK, fer fögrum orðum um Keflavíkurliðið í knattspyrnu eftir leik liðanna í úrslitum fótbolta.net mótsins sem fram fór um helgina. Keflvíkingar töpuðu leiknum 3-0, en Reynir, sem hefur meðal annars spilað undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar þjálfara Keflvíkinga, var hrifinn af leik liðsins og sagði í viðtali við fótbolti.net eftir leikinn að Keflvíkingar ættu að geta farið blindandi upp um deild.

„Keflavík er með feikilega gott lið. Þeir eru lið sem þjálfari ætti að geta farið blindandi upp um deild með.”

Þá kemur fram í fréttinni að einhver orðaskipti hafi orðið á milli Reynis og Þorvaldar Örlygssonar, þjálfara Keflavíkur en Reynir segir það aðeins hafa verið í hita leiksins og þeir séu góðir.

„Ég spilaði undir Þorvaldi og við erum félgar úr sjónvarpi en við erum góðir. Það er aðeins í hita leiksins sem kallinn æsir sig.”

Viðtalið við Reyni má sjá í heild sinni í Sjónvarpi Fótbolta.net.