Nýr bæjarstjóri flytur til Grindavíkur – “Viljum taka þátt í mannlífinu”
Fannar Jónasson, nýr bæjarstjóri Grindavíkur er búsettur í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Hrafnhildi Kristjánsdóttur og yngstu dóttur þeirra hjóna. Flutningar til Grindavíkur eru þó í kortunum og er fjölskyldan þegar komin með húsnæði í bænum. Þetta kemur fram á vef mbl.is
„Þó það hafi ekki verið áskilið í auglýsingunni, þá fannst mér blasa við að það væri nauðsynlegt fyrir bæjarstjóra að vera á staðnum þó ekki sé nema eitt og hálft ár eftir af þessu kjörtímabili,“ segir Fannar. „Þetta snýst ekki bara um að sitja á bæjarstjórnarskrifstofunni. Við fjölskyldan viljum líka taka þátt í mannlífinu á þessu svæði og hlökkum mjög til þess, þannig að það kom eiginlega ekki annað til greina af okkar hálfu ef ég fengi ráðninguna.“