Nýjast á Local Suðurnes

Nýr bæjarstjóri flytur til Grindavíkur – “Viljum taka þátt í mannlífinu”

Fann­ar Jónasson, nýr bæjarstjóri Grindavíkur er bú­sett­ur í Reykja­vík ásamt eig­in­konu sinni Hrafn­hildi Kristjáns­dótt­ur og yngstu dótt­ur þeirra hjóna. Flutn­ing­ar til Grinda­vík­ur eru þó í kort­un­um og er fjöl­skyld­an þegar kom­in með hús­næði í bæn­um. Þetta kemur fram á vef mbl.is

„Þó það hafi ekki verið áskilið í aug­lýs­ing­unni, þá fannst mér blasa við að það væri nauðsyn­legt fyr­ir bæj­ar­stjóra að vera á staðnum þó ekki sé nema eitt og hálft ár eft­ir af þessu kjör­tíma­bili,“ seg­ir Fann­ar. „Þetta snýst ekki bara um að sitja á bæj­ar­stjórn­ar­skrif­stof­unni. Við fjöl­skyld­an vilj­um líka taka þátt í mann­líf­inu á þessu svæði og hlökk­um mjög til þess, þannig að það kom eig­in­lega ekki annað til greina af okk­ar hálfu ef ég fengi ráðning­una.“