Nýjast á Local Suðurnes

Everestfari fékk flottar móttökur – Heiðursbogi frá slökkviliði Isavia

Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir Ev­erestfari, sem kom heim til Íslands á ell­efta tím­an­um á laugardagskvöld fékk flottar móttökur hjá starfsmönnum slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli, en þar á bæ var fjallgöngukonunni fagnað með svokölluðum heiðursboga.

Meðfylgjandi myndband sýnir starfsmenn slökkviliðsins sprauta vatni yfir flugvélina sem Vilborg Arna kom með til landsins.