Ökumenn reikni með allt að tvöföldum ferðatíma

Búast má við styttri lokunum og umferðartöfum dagana 16. – 17. maí vegna fylgdaraksturs gesta leiðtogafundar Evrópuráðsins.
Vegfarendur eru hvattir til að reikna með lengri ferðatíma en alla jafna, jafnvel tvöföldum, segir á vef Vegagerðarinnar.
Gagnvirkt yfirlitskort sem sýnir takmarkanir á aðgengi og áhrifasvæði banns við drónaflugi má nálgast hér.