Nýjast á Local Suðurnes

Guðrún mun sjá um fjármálin og stjórnsýsluna

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum í gær að ráða Guðrúnu P. Ólafsdóttur í starf sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs. 

Guðrún var valin úr hópi umsækjenda eftir ráðningarferli sem stýrt var af Hagvangi. Alls sótti 21 einstaklingur um starfið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.

Guðrún lauk Cand.Oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál árið 2002 og M.sc gráðu í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla árið 2012.

Guðrún hefur starfað við fjármála- og rekstrarstjórnun sl. 10 ár hjá Icepharma en starfaði áður við fjárfestingabankastarfsemi, m.a. við lánastjórn og fyrirtækjaráðgjöf.