Nýjast á Local Suðurnes

Jóhanna Júlía sigraði fyrsta hluta The Open – Myndband!

Suðurnesjamærin Jóhanna Júlía Júlíusdóttir var sigurvegari fyrsta hluta The Open 2021, undanmóts Heimsleikana í crossfit. Jóhanna Júlía keppir undir merkjum Crossfit Reykjavík.

Í myndbandi sem birt er á Youtube-síðu heimsleikanna og sýnir alla æfinguna hjá Jóhönnu Júlíu segir að hún hafi unnið sig upp stigalistann undanfarin ár og það líti út fyrir að hún ætli að skapa sér nafn í fitness heiminum á árinu 2021.

Jóhanna Júlía sigraði sem fyrr segir í kvennaflokki, en hún gerði betur og var með betri tíma en allir karlarnir líka.

Myndband með æfingu Jóhönnu Júlíu í heild sinni: