Nýjast á Local Suðurnes

Kynning á farþegaspá og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar

Rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, Isavia, býður til morgunfundar þar sem kynnt verður farþegaspá Keflavíkurflugvallar árið 2016. Fundurinn fer fram í Þingsölum á Hotel Natura, á morgun miðvikudaginn 25. nóvember klukkan 8:30.

Dagskrá:

Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2016
Grétar Már Garðarsson, verkefnastjóri á viðskiptaþróunarsviði Isavia

Uppbygging og framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli
Guðmundur Daði Rúnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar

Vaxandi fjöldi – áskoranir og tækifæri
Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar

Skráning á fundinn fer fram hér: http://www.isavia.is/morgunfundur/