Nýjast á Local Suðurnes

Swing Kompaníið og Barnakór Tónlistarskólans með jólatónleika í Keflavíkurkirkju

Swing Kompaníið heldur jólatónleikana Jólafönn í Keflavíkurkirkju þann 5.desember og er óhætt að fullyrða að þar verði eitthvað á boðstólnum fyrir alla. Auk þeirra kemur fram nýstofnaður Barnakór Tónlistarskólans í Reykjanesbæ.

Greta Salóme spilar á fiðlu og syngur

Greta Salome spilar á fiðlu og syngur

Á dagskránni eru einstaklega skemmtilegar og hressandi útsetningar á jólalögum í bland við hátíðleika, sem skapa einstakan atburð sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Swing Kompaníið skipa þau Greta Salóme fiðluleikari og söngkona, Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og söngkona, Lilja Björk Runólfsdótir söngkona, Gunnar Hilmarsson gítarleikari, Leifur Gunnarsson bassaleikari og Óskar Þormarsson trommuleikari.

Miðaverð er 3500 kr og má nálgast miða á tix.is – Tónleikarnir hefjast kl 20:30