Nýjast á Local Suðurnes

Hljómlist án landamæra í Hljómahöll á sumardaginn fyrsta

Frá fyrstu tónleikunum sem haldnir voru árið 2016 - Mynd: Reykjanesbær

Fimmtudaginn 19.apríl, á sumardaginn fyrsta kl. 20:00, fara fram einstakir tónleikar í Hljómahöll í Reykjanesbæ sem bera nafnið „Hljómlist án landamæra“. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða viðburð í tengslum við listahátíðina „List án landamæra“ sem notið hefur verðskuldaða athygli á landsvísu á undanförnum árum. Sérkenni og jafnframt helsti styrkleiki hátíðarinnar er að þar gefst öllum sem áhuga hafa, tækifæri á að koma listsköpun sinni á framfæri og fagna fjölbreytileika mannlífsins.

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Listar án landamæra.

Á tónleikunum koma fram fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn frá Suðurnesjum, Selfossi og Akranesi. Fram koma:

Frá Suðurnesjum: Jón Jónsson og Kristlaug Lilja Halldórsdóttir – Emmsjé Gauti og Arngrímur G. Arnarson, Ásmundur Þórhallsson og Davíð Már Guðmundsson. – Jón Jónsson og Lára Ingimundardóttir – Vox Felix undir stjórn Arnórs Vilbergssonar og Sönghópurinn Gimsteinar. – Már Gunnarsson ásamt þeim Sigursteini Annelssyni, Arnari Geir Halldórssyni og Kristbergi Jóhannssyni. – Hobbitarnir og föruneytið ásamt Heiðrúnu Evu Gunnarsdóttur, Svanfríði Lind Árnadóttur, Rósu Oddrúnu Gunnarsdóttur, Söndru Rós Margeirsdóttur og Guðnýju Óskarsdóttur.

Frá Fjöliðjunni á Akranesi: Geir Konráð Theodórsson leikari, Rakel Pálsdóttir, Freyr Karlsson, Stefán Trausti Rafnsson, Eva Dögg Héðinsdóttir, Laufey María Vilhelmsdóttir, Ólafur Elías Harðarson, Aldís Helga Egilsdóttir, Ívar Hrafn Jónsson

Frá frístundaklúbbnum Selnum á Selfossi: Hulda Kristín Kolbrúnardóttir söngkona úr Kiriyama familly og Reynir Arnar Ingólfsson við undirleik Harðar Alexanders Eggertssonar

Kynnar á tónleikunum verða frábæru skemmtikraftarnir Gunni og Felix.

Aðgangur er ókeypis og vonast aðstandendur til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og berja okkar frábæru listamenn augum. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu verkefnisins.