Nýjast á Local Suðurnes

Carmen Tyson-Thomas með stórleik í mikilvægum Njarðvíkursigri

Njarðvíkingar unnu mikilvægan sigur á KR-ingum í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi, eftir sigurinn eru Njarðvíkingar í 3. sæti deildarinnar með 18 stig, en það lið sem endar í öðru sæti mun leika til úrslita við Skallagrím um laust sæti í Úrvalsdeildinni.

Lokatölur leiksins sem fram fór í DHL-höllinni urðu 50-84 fyrir Njarðvík, Carmen Tyson-Thomas átti stórleik fyrir Njarðvíkurstúlkur, skoraði 40 stig, tók 17 fráköst og átti 6 stoðsendingar. Soffía Rún Skúladóttir skoraði 15 stig.