Nýjast á Local Suðurnes

Handtekinn eftir þjófnað á barnapúðri

Fingralangur aðili var handsamaður í verslun í Njarðvík í gær en lögreglu hafði borist tilkynning um þjófnað úr versluninni.

Þegar lögreglu bar að garði var sá fingralangi enn í versluninni en hann hafði þá hnuplað nokkrum hlutum, þar á meðal barnaolíu og barnapúðri. Við gerð vettvangsskýrslu játaði aðilinn verknaðinn, segir í tilkynningu.