Nýjast á Local Suðurnes

Leita að gulli á Íslandi – Fyrstu leyfin veitt

Mynd: Iceland Resources ehf.

Suðurnesjafyrirtækið Iceland Resources ehf., sem staðsett er á Ásbrú hefur fengið leyfi frá Orkustofnun til að hefja leit að kopar og gulli hér á landi. Leyfið, sem nú hefur verið veitt, er það fyrsta af átta sem eru í umsóknarferli og gildir fyrir tæplega 600 ferkílómetra svæði nærri Vopnafirði.

Jarðfræðingar á vegum fyrirtækisins munu dvelja hér á landi næstu vikurnar við rannsóknir á svæðinu sem um ræðir.

“Jarðfræðingar á okkar vegum hafa rýnt í eldri rannsóknir og skoðað gögn af svæðinu sem um ræðir undanfarna mánuði og hafa nú þegar uppgötvað ný áhugaverð svæði til að rannsaka enn frekar og taka sýni.” Segir Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson framkvæmdarstjóri fyrirtækisins.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að rannsóknir hafi verið framkvæmdar á umræddu svæði af Melmi ehf. á árunum 1991-1993 og aftur árið 1997, sem sýnt hafi mögulegar gullæðar á svæðinu í kringum Vopnafjörð.

Þá segir einnig í tilkynningunni að fyrirtækið bíði þess að fá samþykkt leyfi til að hefja tilraunaboranir í Þormóðsdal, sem er mest rannsakaða svæði landsins með tilliti til gullleitar.

160726_Vopnafjordur_2M-scale-location_NH-768x543

 

160726_Vopnafjordur-licence-area_NH-768x543