Malarflutningabíll og fólksbíll í árekstri á Reykjanesbraut

Nokkuð harður árekstur varð þegar malarflutningabíll með tengivagn og fólksbíll skullu saman á Reykjanesbraut um klukkan 15:30 í dag.
Áreksturinn varð í Hvassahrauni á tvöfaldri akrein. Suðurnes.net hefur ekki upplýsingar um hvort slys hafi orðið á fólki á fólki. Að sögn sjónarvotta virðist sem vörubifreiðin hafi skollið aftan á fólksbifreiðinni sem var ekið í sömu átt. Að sögn gekk umferð um slysstað nokkuð greiðlega.
Mynd: Aðsend.