Nýjast á Local Suðurnes

Framkvæmdir á Reykjanesbraut og Njarðarbraut

Vega­gerðin stefn­ir á að fræsa og mal­bika báða ak­rein­ar til aust­urs á Reykja­nes­braut við Hvassa­hraun í dag.

Veg­ur­inn verður þrengd­ur í eina ak­rein og hjá­leið merkt. Há­marks­hraði verður lækkaður á svæðinu. Fram­kvæmd­irn­ar eru áætlaðar frá klukk­an 6 til 17.

Í dag er einnig stefnt á að fræsa hring­torg við Njarðarbraut í Reykjanesbæ og verður hring­torg­inu al­veg lokað, hjá­leiðir merkt­ar og há­marks­hraði lækkaður. Vinn­an stend­ur yfir milli klukk­an 9 og 13.