Nýjast á Local Suðurnes

Kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur á þriðjudag

Árlegir kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 17. desember næstkomandi.

Á tónleikunum kemur kórinn fram ásamt Barnakór Sandgerðis undir stjórn Sigurbjargar Hjálmarsdóttur. Rúnar Þór Guðmundsson, tenór, mun einnig koma fram og flytja falleg jólalög í notalegri kertaljósa stemmningu.

Stjórnandi karlakórsins er Jóhann Smári Sævarsson. Undirleikari Sævar Helgi Jóhannsson. Miðasala er við innganginn auk þess sem hægt er að nálgast miða hjá kórmeðlimum. Miðaverði er stillt í hóf en það kostar einungis 3.000 krónur á viðburðinn.