Nýjast á Local Suðurnes

Leikmaður Pepsí-deildarliðs Grindavíkur semur við Atletico Madrid

Grindvíkingar hafa orðið fyrir blóðtöku í Pepsi-deild kvenna en hin brasilíska Rilany Da Silva hefur gengið til liðs við spænska stórliðið Atletico Madrid. Atletico Madrid er ríkjandi meistari á Spáni og fer í Meistaradeildina næsta vetur. Rilany hefur verið í lykilhlutverki hjá Grindavík í ár og síðastliðið sumar en hún lék alla deildarleiki liðsins 2017 sem og alla deildarleikina það sem af er sumri.

„Mér líður eins og barni og draumur minn er að rætast,” sagði Rilany á heimasíðu Atletico Madrid.

Fótbolti.net greindi frá.