Nýjast á Local Suðurnes

Gult óvissustig þegar herflugvél lenti í vanda

Bresk herflug­vél lenti í vanda og varð að lenda á Kefla­vík­ur­flug­velli um helg­ina. Upp hafði komið bil­un í hreyfli vél­ar­inn­ar, sem lenti síðan heilu og höldnu með níu manna áhöfn um borð.

Áður en vél­in lenti var gult óvissu­stig sett í gang á Kefla­vík­ur­flug­velli, eins og seg­ir í til­kynn­ingu um málið frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um.