Gult óvissustig þegar herflugvél lenti í vanda

Bresk herflugvél lenti í vanda og varð að lenda á Keflavíkurflugvelli um helgina. Upp hafði komið bilun í hreyfli vélarinnar, sem lenti síðan heilu og höldnu með níu manna áhöfn um borð.
Áður en vélin lenti var gult óvissustig sett í gang á Keflavíkurflugvelli, eins og segir í tilkynningu um málið frá lögreglunni á Suðurnesjum.