Jóhanna Ruth vann Ísland Got Talent

Hin fjórtán ára gamla Suðurnesjamær Jóhanna Ruth Luna Jose bar sigur úr býtum í Ísland Got Talent í kvöld. Hún fær að launum Íslandsfrægð og tíu milljónir króna. Hin hæfileikaríka Jóhanna, sem er eins og áður sagði aðeins 14 ára gömul, grét af gleði þegar úrslitin voru ljós.
Jóhanna Ruth flutti lagið Simply The Best með Tinu Turner í úrslitum og tryggði flutningurinn henni sigur.