Nýjast á Local Suðurnes

Næst síðasta Reykjanesgönguferð sumarsins í kvöld

Næst síðasta Reykjanesgönguferð sumarsins er á dagskrá í kvöld. Gengið verður frá Siglubergshálsi (í Festarfjalli ofan Grindavíkur) upp á hæsta punkt Fiskidalsfjalls 195m. Einnig verður gengið yfir Húsafell sem er 172m á hæð. Félagar úr Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík verða gestir í gönguferðinni og segja frá björgunarafrekum og sögu Björgunarsveitarinnar.

Gangan tekur 2 – 3 klst og hefur erfiðleikastigið tvær stjörnur. Ekki gengið í hring og kostnaður í rútu er kr 1500.

Göngufólk af Höfuðborgarsvæðinu getur hitt rútuna við Grindavíkurslaufuna, nauðsynlegt að hringja í leiðsögumann til að taka frá sæti í síma 8938900. Göngufólk frá Grindavík getur komið í rútuna við Nettó í Grindavík þá er einnig nauðsynlegt að hringja í leiðsögumann til að taka frá sæti í síma 8938900.

Það er Rannveig Lilja Garðarsdóttir sem býður upp á göngur í virkri og villtri náttúru Reykjanesskagans fyrir hópa og einstaklinga í samstarfi við HS Veitur, HS Orku og Bláa lónið.