Nýjast á Local Suðurnes

Áramótabrenna á Ströndinni

Áramótabrenna verður í í Vogum, að þessu sinni inn á Vatnsleysuströnd, á túninu fyrir neðan Skipholt.

Gott aðgengi er að brennunni á bíl og hægt er að leggja bílum til dæmis við skemmuna neðan við Skipholt, segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. Brennan hefst kl. 20:30 þann 31. desember.

Staðsetningin er merkt á myndinni hér fyrir neðan með rauðu X.

Mynd: Skjáskot heimasíða Sveitarfélagsins Voga