Nýjast á Local Suðurnes

Vilja útsýnispall á Hafnahöfn

Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, fór yfir umsókn frá Reykjaneshöfn í uppbyggingarsjóð ferðamannastaða til byggingar á útsýnispalli á Hafnahöfn á síðasta fundi atvinnu- og hafnaráðs.

Atvinnu- og hafnarráð lýsir ánægju með að viðkomandi umsókn sé farin í ferli enda er hún í samræmi við þá framtíðarsýn sem samþykkt var fyrir Reykjaneshöfn árið 2021 og náði til ársins 2023, en þar segir m.a. um Hafnahöfn: „Á bryggjuendanum er útsýnispallur þar sem hægt er að horfa til beggja átta meðfram ströndinni og út á haf.“ segir í fundargerð.