Nýjast á Local Suðurnes

Fyrningar og gjaldþrot setja strik í reikninginn

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Farið var yfir stöðu á viðskiptakröfum Reykjaneshafnar á fundi atvinnu- og hafnaráðs Reykjanesbæjar á síðasta fundi ráðsins. Fram kom að fyrir liggur að hluti af þeim kröfum eru óinnheimtanlegar vegna fyrningar eða vegna gjaldþrota viðskiptamanna.

Atvinnu- og hafnarráð samþykkti á fundinum tillögur sviðsstjóra um að fella niður kröfur sem metnar eru óinnheimtanlegar vegna fyrningar eða vegna gjaldþrota viðskiptamanna.