Nýjast á Local Suðurnes

Létu farga þremur bílum – Reyndu ekki nægilega að ná í eigendur

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) felldi nýverið úr gildi ákvarðanir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja um að fjarlægja þrjár bifreiðar af einkalóðum í Sandgerði.

Um er að ræða þrjú aðskilin mál og segir í öllum úrskurðum ÚUA að Heilbrigðiseftirlitið hafi ekki reynt nægilega að ná í eigendur bifreiðanna og þar með ekki uppfyllt rannsóknar- og andmælaskyldu sína. Bifreiðarnar voru fjarlægðar þar sem þær stóðu á einkalóðum og þeim fargað.

Ákvarðanirnar voru því felldar úr gildi, en ekki kemur fram að öðru leyti hvort eða hvernig eigendum verður bætt tjónið.