Víðismenn nældu sér í stig í botnbaráttunni
![vidir gardi](https://i0.wp.com/www.sudurnes.net/wp-content/uploads/2015/07/vidir-gardi.jpg?resize=620%2C264)
Víðismenn eru í næst neðsta sæti 3ju deildarinnar með sex stig eftir jafntefli gegn botnliði Álftaness á Nesfisk-vellinum í kvöld.
Það voru gestirnir frá Álftanesi sem komust yfir á 60. mínútu en Víðismenn jöfnuðu 15 mínútum síðar með marki frá Tómasi Jónssyni.
Sigurður Hallgrímsson leikmaður Víðis var rekinn af velli undir lok leiksins þegar hann nældi sér í sitt annað gula spjald.