Nýjast á Local Suðurnes

Þrír teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna

Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum handtók á dögunum ökumann sem ók Reykjanesbraut, með aðra bifreið í dráttartaug, vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð sýndu jákvæðar niðurstöður á neyslu amfetamíns.

Þá voru í vikunni höfð afskipti af tveimur ökumönnum til viðbótar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og reyndist annar þeirra vera sviptur ökuréttindum.