NES í þriðja sæti í bikarkeppninni í sundi
Már Gunnarsson setti Íslandsmet í 200 m skriðsundi

Íþróttafélagið NES endaði í þriðja sæti í Blue Lagoon bikarkeppninni í sundi sem fram fór í Laugardalslaug þann 13. júní. NES hlaut 7649 stig en lokastöðuna keppninnar má sjá hér fyrir neaðan:
1. sæti – Fjörður með 13908 stig
2. sæti – ÍFR með 8814 stig
3. sæti – Nes með 7649 stig
4. sæti – Fjölnir með 3410 stig
5. sæti – Ösp með 2791 stig
Már Gunnarsson frá NES setti Íslandsmet í 200 metra skriðsundi en hann synti 200 metrana á 2:24,10 mín.
Már ásamt föður sínum Gunnari Mà Màssyni.
Þetta er í þriðja sinn sem ekppt er um Blue Lagoon bikarinn sem gefinn var af Blá lóninu.
Myndir: ÍF/Jón Björn og Íþróttafélagið NES