Nýjast á Local Suðurnes

Vilja leggja niður ráð og nefndir

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Minnihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur lagt fram nokkrar tillögur til sparnaðar í sveitarfélaginu, en bæjarfulltrúar minnihluta segja í bókun á síðasta fundi að lítið hafi verið hlustað á tillögur þeirra á yfirstandandi kjörtímabili. Þess vegna var ákveðið að færa þær til bókar þrátt fyrir að fjárhagsáætlun sé á vinnslustigi.

Minnihlutinn vill að Framtíðarnefnd verði lögð niður og að verkefni hennar verði flutt annars vegar til menningar- og atvinnuráðs og hins vegar til umhverfis- og skipulagsráðs.

Þá er lagt til að Lýðheilsuráð verði lagt niður og verkefni þess verði flutt annars vegar til íþrótta- og tómstundarráðs og hins vegar til velferðarráðs.