Nýjast á Local Suðurnes

Karl Gauti Hjaltason: “Allir þegnar okkar fallega lands ættu að geta lifað með reisn”

Karl Gauti Hjaltason skipar efsta sæti á lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara þann 28. október næstkomandi.

Karl Gauti er lögfræðingur að mennt og fyrrverandi sýslumaður, en hann stefnir á þing þar sem hann telur að hér á landi ættu allir að geta lifað með reisn, og að því vill hann stuðla.

“Ég býð fram fyrir Flokk fólksins þar sem ég vil gera mitt til að allir þegnar okkar fallega lands geti lifað með reisn.” Sagði Karl Gauti í spjalli við Suðurnes.net.

Karl Gauti tók vel í beiðni um að svara nokkrum spurningum um sjálfan sig og má sjá svör hans hér fyrir neðan:

Nafn: Karl Gauti Hjaltason

Hjúskaparstaða og Börn: Í sambúð og á 3 börn, 2 syni 20 og 23 ára og einn engil.

Sveitarfélag: Bý nú í Kópavogi, en átti heima í Eyjum í 16 ár þar til nýlega.

Menntun: Lögfræðingur.

Atvinna: Frambjóðandi.

Áhugamál: Gönguferðir, íþróttir, bækur, skák, stjörnufræði, skógrækt og margt fleira.

Uppáhaldsmatur og Uppáhaldsdrykkur: Íslenskt lambakjöt og vatn.

Uppáhaldsbók:. Sjálfstætt fólk og The stranger.

Eitt atriði sem fólk veit almennt ekki um þig: Ég er umhverfissinni.

Ertu hjátrúarfullur? Hvernnig? Nei, varla svo nokkru nemi, fæ þó ónotatilfinningu ef svartur köttur gengur þvert á leið mína.

Hvaða persónu úr mannkynssögunni værir þú helst til í að drekka kaffi með: Leifi heppna.

Lýstu þér í fimm orðum: Traustur, mannlegur, góðviljaður, landsbyggðamaður og fínn peyi.

Ef þú mættir vera einhver annar í einn dag: Enga löngun til þess.

Lífsmottó: Bjartsýnn og brosandi.