Nýjast á Local Suðurnes

Oddný nýtur mests fylgis á meðal almennings

Könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir stuðningsmenn Helga Hjörvars alþingismanns leiðir í ljós að Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, nýtur mests fylgis á meðal almennings í stöðu formanns Samfylkingarinnar.

Oddný mælist með 32,4 prósenta fylgi en þar á eftir kemur Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar með 29,9 prósent. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, mælist með 20 prósenta fylgi, Magnús Orri Schram með 12,3 prósenta fylgi og Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi af Seltjarnarnesi, með 5,5 prósent. Vísir.is greindi frá þessu í morgun.