Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær tekur tímaflakk í gagnið – Hægt að sjá þróun byggðar áratugi aftur í tímann

Svokallað tímaflakk hefur verið tekið í notkun á kortasjá Loftmynda á vef Reykjanesbæjar, en þar er nú hægt að sjá loftmyndir af sveitarfélaginu áratugi aftur í tímann.

Með einfaldri aðgerð er þannig mögulegt að draga músarbendil yfir ákveðin svæði og sjá hvernig þau litu út á völdum árum og til ársins 2018. Þannig má sjá þróun byggðar á svæðinu í gegnum áratugi.<

Ýmsum áhugaverðum valmöguleikum hefur verið bætt við kortasjánna á undanförnum árum, þannig má nú sjá staðsetningar umferðaslysa í sveitarfélagin, jarðskjálftavirkni á svæðinu auk lagnateikninga og teikninga af byggingum.

Hægt er að skoða þetta nánar með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:

https://www.map.is/reykjanesbaer