Nýjast á Local Suðurnes

Melódíur minninganna & Jón Kr. Ólafsson í Rokksafninu

Rokksafn Íslands hefur opnað nýja sérsýningu sem heitir Melódíur minninganna & Jón Kr. Ólafsson.

Sýningin fjallar um söngvarann Jón Kr. Ólafsson og tónlistarsafn hans Melódíur minninga sem staðsett er á Bíldudal. Búið er að stilla upp fjölmörgum munum sem Jón hefur safnað í gegnum tíðina og var áður í eigu tónlistarfólks á borð við Ellý Vilhjálms, Ragga Bjarna, Hauki Morthens, Svavari Gestssyni, Stuðmönnum ásamt munum frá Jóni sjálfum. Gestir geta þannig ferðast aftur í tímann og gleymt sér í hugljúfum tónlistarminningum frá fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum.

Með aðstoð tækninnar geta gestir sýningarinnar jafnframt skroppið til Bíldudals og upplifað tónlistarsafnið Melódíur minninganna í gegnum gagnvirkan sýndarveruleika. Þetta er sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.