Nýjast á Local Suðurnes

Snarpur skjálfti við Fagradalsfjall

Snarpur jarðkjálfti reið yfir Reykja­nesskag­ann og suðvest­ur­horn lands­ins klukk­an 21.38 I kvöld. Upp­tökin voru líkt og undanfarið und­ir Fagra­dals­fjalli.

Skjálftinn mæld­ist 3,5 að stærð, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef Veður­stof­unnar, en þar segir einnig að hann hafi fundist í Grinda­vík og á höfuðborg­ar­svæðinu.

Mjög þétt smá­skjálfta­virkni hófst um klukk­an kortér í sjö í kvöld við Fagra­dals­fjall og mældust nokkrir skjálftar um þrír að stærð. Enn hef­ur þó ekki mælst gosórói und­ir fjall­inu.