Tillaga um flutning gæslunnar á Suðurnes flutt í fimmta sinn

Þingmenn allra flokka nema Pírata standa að baki þingsályktunartillögu þess efnis að starfssemi Landhelgisgæslu Íslands verði flutt að öllu leiti til Reykjanesbæjar. Tillagan er ekki ný af nálinni en hún hefur verið flutt á fjórum af síðustu sex þingum. Þetta kemur fram á Vísi.is
Flutningsmenn telja að á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sé til staðar heppileg aðstaða fyrir starfsemi gæslunnar til framtíðar. Þar megi finna húsnæði, flugbrautir, góða hafnaraðstöðu og stoðkerfi sem fullnægi þörfum stofnunarinnar að öllu leiti.
Sem stendur sé starfsemi hennar dreifð í leiguhúsnæði á mörgum stöðum, þar með talið á varnarsvæðinu á Ásbrú. Stækkunarmöguleikar séu ekki til staðar á þeim stöðum sem hún sé nú og það sé í alla staði óhentugt.
Fyrsti flutningsmaður er Silja Dögg Gunnarsdóttir en einnig standa að tillögunni Páll Valur Björnsson, Páll Jóhann Pálson, Haraldur Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Ásmundur Friðriksson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson.