Nýjast á Local Suðurnes

Fólk á gangi um hættusvæði

Mynd: Visit Reykjanes

Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til ökumanna sem eru á ferðinni um Reykjanesbraut og Grindavíkurveg að hlýta umferðarlögum og vera ekki að nema staðar að óþörfu.

Þá hefur eitthvað borið á því að fólk sé að yfirgefa bifreiðar sínar og ganga í átt að eldsumbrotunum, segir í tilkynningu frá lögreglu, en slíkt er algjörlega bannað. Svæðið er lokað og telst svæðið vera hættusvæði.