Nýjast á Local Suðurnes

Svæðið í kringum gosstöðvarnar ekki lokað – Þetta þarf göngufólk að hafa í huga!

Svæðið í kring­um gosstöðvarn­ar í Geld­inga­dal við Fagra­dals­fjall er ekki lokað, en það get­ur hins veg­ar verið hættu­legt. Þetta kom fram á fundi Al­manna­varna og Veðurstofu í dag.

Almannavarnir hafa set­t fram nokkr­ar ráðlegg­ing­ar og varúðarorð til þeirra sem hyggj­ast halda á svæðið í dag sem sjá má hér fyrir neðan.

  • Við gosstöðvarn­ar gæti gas legið í lægðum og þá geta þar líka verið næst gosstöðvun­um gas­teg­und­ir sem ryðja burt súr­efni.
  • Gosstöðvarn­ar geta breyst án fyr­ir­vara. Þannig opnaðist ný sprunga á Fimm­vörðuhálsi nán­ast und­ir fót­um fólks sem var á svæðinu. Þótt það séu ekki stór­ar breyt­ing­ar get­ur það sett fólk í hættu.
  • Tor­veld aðkoma. Bent rt á að það þurfi að ganga yfir hraun sem ekki sé þægi­legt að fara yfir til að kom­ast að gosstöðvun­um. Fólk þarf því að vera vant göngu og vel búið. Ganga fram og til baka frá Suður­strand­ar­vegi gæti tekið allt að 6-8 klst.
  • Veður­spá­in í dag er ekki góð. Það er spáð meira hvassviðri og úr­komu þegar líður á dag­inn. Fólk þarf því aft­ur að vera vant úti­vist og vel búið.
  • Á svæðinu er næst­um ekk­ert síma­sam­band í al­menna síma­kerf­inu. Fólk þarf að hafa þetta í huga ef eitt­hvað kem­ur upp. Þó hef­ur betra sam­bandi fyr­ir VHF og tetra verið komið upp á svæðiNú. Rkki hægt að treysta á að kerfin virki fullkomlega.
  • Suður­strand­ar­veg­ur um Festar­fjall er lokaður vegna skemmda á veg­in­um eft­ir skjálfta upp á 5,4 sem varð beint und­ir veg­in­um. Þar get­ur því reynst erfitt að kom­ast að svæðinu.
  • Verið er að skoða hvar best væri að koma að svæðinu upp á bíla­stæði, en fólki er bent á að ekki megi leggja í veg­kanti og skilja bíla eft­ir. Það geti einnig haft áhrif til tafa fyr­ir viðbragðsaðila og vís­inda­fólk.
  • Grund­vall­ar­regl­an er að nálg­ast svæðið með vind­inn í bakið til að koma í veg fyr­ir gaseitrun. Mik­il­vægt er að skoða veður­spá fyr­ir svæðið áður en lagt er af stað.