Nýjast á Local Suðurnes

Tómu húsin fyllast af lífi – Sjáðu ótrúlegar breytingar í Reykjanesbæ!

Um mitt ár 2014 voru um 800 íbúðir á Suðurnesjum í eigu Íbúðalánasjóðs, en í dag á sjóðurinn rétt um 100 íbúðir á Suðurnesjum, langflestar í Reykjanesbæ, samkvæmt skýrslu sjóðsins frá því í maí síðastliðnum.

Breytingarnar í Reykjanesbæ á þessum þremur árum hafa verið ótrúlegar, séu bornar saman ljósmyndir sem Styrmir Barkarson tók árið 2014 af tómu húsunum í Reykjanesbæ og ljósmyndir sem teknar eru í dag. Hér fyrir neðan má finna nokkrar byggingar sem valdar voru af handahófi.