Nýjast á Local Suðurnes

Stærsta flugvél heims lendir á Kefavíkurflugvelli – Sjáðu samanburðinn við aðrar vélar

Áhugamenn um flug geta farið að setja sig í stellingar því risa fraktþotan Antonov An-225 Mriya mun lenda á Keflavíkurflugvelli í næstu viku á leið sinni til Suður-Ameríku, en þotan er stærsta flugvél í heimi og er sex hreyfla.

Antonov An-225 þotan mun leggja af stað næstkomandi fimmtudag í sex daga flug frá Gostomel-flugvellinum í Úkraínu til Santiago í Chile en vélin mun lenda á 9 stöðum á leiðinni og er Keflavíkurflugvöllur annað stoppið í Suður-Ameríkufluginu. Það er vefurinn Allt um flug sem greinir frá þessu, en þar má finna allar upplýsingar um ferðalagið og flugvélina sjálfa.

An-225 þotan mun lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 20:45 næstkomandi föstudagskvöld (11. nóvember) eftir flug frá Leipzig í Þýskalandi sem verður fyrsta stoppið eftir brottför frá Úkraínu.

Vélin mun hafa tveggja og hálfs tíma viðdvöl í Keflavík en kl. 23:15 er áætluð brottför til Goose Bay á Nýfundnalandi þar sem vélin lendir klukkan 3:00 aðfaranótt laugardags. An-225 hefur áður lent á Keflavíkurflugvell, síðast þann 25. júní árið 2014.

Hér fyrir neðan má sjá samanburð á AN225 og nokkrum flugvélategundum:

an 225 samanb