Nýjast á Local Suðurnes

Vilborg með Njarðvík næstu tvö árin

Vilborg Jónsdóttir, ein efnilegusta körfuknattleiksstúlka landsins skrifaði undir tveggja ára samning við Njarðvík á dögunum.

Vilborg hefur undanfarin tvö ár verið valin körfuboltakona UMFN og því mikill fengur fyrir félagið að halda henni innan sinna raða.

Markmið kvennaliðs Njarðvíkur er kristaltært, samkvæmt tilkynningu, en það er að vinna sér sæti í deild þeirra bestu á ný og það strax á næstu leiktíð og er hlutverk Vilborgar í að ná því markmiði stórt.