Nýjast á Local Suðurnes

Flugþjónustufyrirtæki lánar HSS hlífðarfatnað – Um 300 sýni tekin undanfarna daga

Flugþjónustufyrirtækið Airport Associates hefur útvegað vönduð hlífðarföt að láni til starfsfólks Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja (HSS), sem vinnur við sýnatökur vegna Covid 19 utandyra. Um er að ræða úlpur og buxur, sem munu vafalaust koma sér vel á næstu dögum og vikum meðan sýnataka stendur yfir.

Frá þessu er greint á Fésbókarsíðu HSS, en þar kemur einnig fram að um 300 sýni hafi verið tekin af starfsfólki stofnunarinnar undanfarna daga.