Nýjast á Local Suðurnes

Fékk skrúfu í höfuðið og slasaðist

Karlmaður slasaðist þegar hann var að vinna í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í vikunni. Hann lá inni í hliðarskrúfu á vinstri hlið skips og var að losa járnskrúfu. Þar sem hún losnaði ekki við venjulegt átak greip maðurinn meðal annars til þess ráðs að hita hana með gastæki og nota glussatjakk til að skapa þrýsting. Við það sprakk skrúfan út úr skrúfganginum, skaust um það bil hálfan metra, og hafnaði á enni mannsins.

Maðurinn fékk skurð á ennið og var fluttur undir læknis hendur. Lögregla á Suðurnesjum gerði Vinnueftirlitinu viðvart um málið.