Nýjast á Local Suðurnes

Yfirfara neyðaráætlanir fyrir sundlaugar

Forstöðumaður íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar og vaktstjóri Sundmiðstöðvar Reykjanesbæjar mættu á fund íþrótta- og tómstundaráðs sveitarfélagsins og gerðu grein fyrir hvernig öryggismálum væri háttað í sundlaugum og íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar.

Í kjölfar umræðu um málið var forstöðumanni, íþrótta- og tómstundafulltrúa og verkefnastjóra gæðamála falið að yfirfara neyðaráætlanir fyrir sundlaugar sveitarfélagsins.