Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már frábær í sigri Barry – Sjáðu myndbandið!

Elvar Már Friðriksson

Elvar Már Friðriksson átti stórleik með liði Barry, þegar liðið lagði Lynn í bandaríska háskólaboltanum í körfuknattleik, 94-68. Elvar skoraði 10 stig og átti hvorki meira né minna en 12 stoðsendingar.

Körfuknattleiksdeild Barry birti myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan á heimasíðu sinni, en þar má glögglega sjá að leikstjórnandinn ungi leikur stórt hlutverk hjá liðinu.