Nýjast á Local Suðurnes

Rauði krossinn styrkir Fjölsmiðjuna

Rauði Krossinn styrkti Fjölsmiðjuna á dögunum

Rauði krossinn á Suðurnesjum og Fjölsmiðjan skrifuðu í gær undir styrktarsamning sem kveður á um tveggja milljóna króna styrk frá Rauða krossinum til Fjölsmiðjunnar. Skrifað var undir samninginn í Kompunni, nytjamarkaði Fjölsmiðjunnar við Smiðjuvelli. Samningurinn sem undirritaður var í gær gildir til þriggja ára og verður upphæðin greidd til Fjölsmiðjunnar á því tímabili.

Við erum bæði þakklát og glöð yfir þessum velvilja og viljum að sem flestir fái að vita af þeim góðverkum sem framkvæmd eru. Takk kærlega fyrir okkur. Segir á facebook-síðu Fjölsmiðjunnar.

Fjölsmiðjan rekur vinsælan nytjamarkað við Smiðjuvelli í Reykjanesbæ

Fjölsmiðjan rekur vinsælan nytjamarkað við Smiðjuvelli í Reykjanesbæ

Fjölsmiðjan á Suðurnesjum er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára sem starfrækir nytjamarkaðinn Kompuna auk bílaþvottastöðvar. Nytjamarkaðurinn sem staðsettur er við Smiðjuvelli 5 í Reykjanesbæ er opinn frá mánudegi – miðvikudags og föstudaga kl. 10-15 en á fimmtudögum er boðið upp á lengri opnunartíma eða frá klukkan 10-18.