Nýjast á Local Suðurnes

Miðhluti Hafnargötu 2 verður rifinn

Hér má sjá hluta svæðisins eins og það leit út áður en framkvæmdir hófust.

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa hluta hússins að Hafnargötu 2. Það er miðhluti hússins sem verður rifinn en hann er um 450 fermetrar að grunnfleti. Húsnæðið hýsti á árum áður starfsemi Hraðfrystihúss Keflavíkur.

hafnargata 2 rifin reykjanesbaer

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd skemmdist miðhluti hússins töluvert í óveðrinu sem gekk yfir landið á dögunum og að sögn Guðlaugs Helga Sigurjónssonar, framkvæmdarstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar gæti stafað hætta af núverandi ástandi byggingarinnar. Guðlaugur Helgi sagðist gera ráð fyrir að reiturinn verði svo skipulagður aftur, með þeim húsum sem fyrir eru og eru friðuð auk nýrra bygginga.

Að Sögn Guðlaugs Helga er verkið í verðkönnunarferli hjá Reykjanesbæ en framkvæmdir við niðurrifið ættu að hefjast á næstu dögum og vera lokið fljótlega eftir áramót.