Nýjast á Local Suðurnes

Grindavíkurbær lækkar hámarkshraða – Hraðakstur algengur á Hópsbraut

Mynd: Grindavíkurbær

Starfsmenn Grindavíkurbæjar settu nú á dögunum upp þrenginar í innkomu við Austurhóp en hámarkshraði í götunni hefur verið færður niður í 30 km/klst. Breytingin nær einnig til Miðhóps.

Er þessi breyting gerð að undirlagi íbúa við göturnar sem óskuðu eftir því að hámarkshraði þar yrði færður niður enda mörg ung börn sem búa þar og nokkuð algengt að bílar komi á töluverðum hraða inn Austurhóp af Hópsbraut.

Um tilraunaverkefni er að ræða og verður árangur af því metin að ári liðnu, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar.