sudurnes.net
Grindavíkurbær lækkar hámarkshraða - Hraðakstur algengur á Hópsbraut - Local Sudurnes
Starfsmenn Grindavíkurbæjar settu nú á dögunum upp þrenginar í innkomu við Austurhóp en hámarkshraði í götunni hefur verið færður niður í 30 km/klst. Breytingin nær einnig til Miðhóps. Er þessi breyting gerð að undirlagi íbúa við göturnar sem óskuðu eftir því að hámarkshraði þar yrði færður niður enda mörg ung börn sem búa þar og nokkuð algengt að bílar komi á töluverðum hraða inn Austurhóp af Hópsbraut. Um tilraunaverkefni er að ræða og verður árangur af því metin að ári liðnu, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar. Meira frá SuðurnesjumSamið um hjúkrunarheimili fyrir íbúa í ReykjanesbæMiklu magni lyfja stolið úr apóteki – Enn brotist inn í báta í NjarðvíkurhöfnJónas Guðni og Axel Kári hafa skrifað undir hjá KeflavíkNettó átti Árangusríkustu auglýsingaherferðina á síðasta áriFimm stjörnur og þyrlupallur á 30 ára afmæli Hótel KeflavíkurTjarnarsel opnar á miðvikudag – Smitaður starfsmaður lenti á gjörgæsluEldur kom upp í RöstinniReykjanesbær endurskoðar fjölmenningarstefnuLoka Hlévangi og byggja á NesvöllumFunda með Keili vegna æfingaflugvallar í Vogum – Andstaða á meðal landeigenda