Nýjast á Local Suðurnes

Sporthúsið dæmt til greiðslu sex milljóna króna

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sporthúsið í Reykjanesbæ til greiðslu 6 milljóna króna auk dráttarvaxta til fyrrum eiganda vörumerkisins Superform.

Málið snýst um vanefndir á greiðslum vegna kaupsamnings á vörumerkinu Superform og yfirtöku á starfseminni, en Sporthúsið vildi meina fyrir dómi að með athæfi á æfingu árið 2022 hefði fyrrum eigandi Superform gerst sekur um brot gegn kaupsamningi og að það veitti Sporthúsinu heimild til beitingar vanefndarúrræða.

Á það féllst héraðsdómur ekki og segir í niðurstöðu sinni að ekkert hafi komið fram í málinu sem bendi til þess að samningum um kaup á vörumerkinu Superform hafi verið rift.

Sporthúsinu var einnig gert að greiða stefnanda 1,2 milljónir króna í málskostnað.