sudurnes.net
Sporthúsið dæmt til greiðslu sex milljóna króna - Local Sudurnes
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sporthúsið í Reykjanesbæ til greiðslu 6 milljóna króna auk dráttarvaxta til fyrrum eiganda vörumerkisins Superform. Málið snýst um vanefndir á greiðslum vegna kaupsamnings á vörumerkinu Superform og yfirtöku á starfseminni, en Sporthúsið vildi meina fyrir dómi að með athæfi á æfingu árið 2022 hefði fyrrum eigandi Superform gerst sekur um brot gegn kaupsamningi og að það veitti Sporthúsinu heimild til beitingar vanefndarúrræða. Á það féllst héraðsdómur ekki og segir í niðurstöðu sinni að ekkert hafi komið fram í málinu sem bendi til þess að samningum um kaup á vörumerkinu Superform hafi verið rift. Sporthúsinu var einnig gert að greiða stefnanda 1,2 milljónir króna í málskostnað. Meira frá SuðurnesjumÍbúar Reykjanesbæjar ánægðastir með aðstöðu til íþróttaiðkunarVilja bæta 44 herbergjum á sex hæðum við Hótel KeiliLaunakostnaður Keflavíkur um 130 milljónir króna – Mestur hagnaður hjá NjarðvíkRúmlega 1300 krakkar tóku þátt í Njarðvíkurmótaröðinni í fótboltaHöfnuðu beiðni um fjölgun íbúða – Vildu hafa færri bílastæði en íbúðirBirta stjórnsýsluúttekt vegna KísilversVilja framleiða allt að 200 tonnum af laxahrognum á ReykjanesiVilja stofna sjóð til að styðja við uppbyggingu á innviðum fyrir rafbílaIsavia framkvæmir fyrir 12 milljarðaLoka á afgreiðslu skólamáltíða vegna ógreiddra reikninga