Hópbifreið ekið á ferðamann
Hópbifreið var ekið á ferðamann við flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærmorgun. Neyðarlínu barst tilkynning um slysið laust eftir klukkan tíu.
Þetta staðfestir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Úlfar segir að ferðamaðurinn hafi verið fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið í Keflavík og þaðan á Landspítalann að lokinni skoðun.